Bæjarráð Bolungavíkur: vill hætta að greiða viðbót vegna lífeyrisskuldbindinga

Frá haustþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga 2018 á Ísafirði. Mynd:Kristinn H. Gunnarsson.

Bæjarráð Bolungavíkur samþykkti á fundi sínum á þriðjudaginn að Fjórðungssamband Vestfirðinga hætti því að innheimta 7,5 milljónir króna árlega hjá sveitarfélögunum til þess að standa undir lífeyrisskuldbindingum þess.

Framundan er haustþing Fjórðungssambandsins og verður tillaga bæjarráðsins tekin þar fyrir.

Í greinargerð með samþykktinni segir að á síðasta ári hafi verið 5 milljóna króna afgangur af rekstri Fjórðungssambandsins og auk þess er eigið fé þess tæplega 46 milljónir króna. því er að mati bæjarráðs nægir peningar til hjá Fjórðungssambandinu til þess að standa undi greiðslum vegan lífeyrisskuldbindingunum.

DEILA