Axel Rodriguez Överby ráðinn sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs

Axel Rodriguez Överby hefur verið ráðinn sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar og mun hann hefja störf á næstu dögum.

Axel útskrifaðist með meistaragráðu í umferðar- og skipulagsfræðum frá tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík árið 2015 og lauk B.Sc. gráðu í byggingarfræði frá Copenhagen School of Design and Technology árið 2009. Axel hefur aflað sér reynslu sem sérfræðingur og stjórnandi hjá Ísafjarðarbæ þar sem hann hefur starfað sem skipulags- og byggingarfulltrúi síðustu ár. Í því starfi hefur hann m.a. sinnt veitingu framkvæmdaleyfa, breytingum á aðalskipulagi, útgáfu byggingaleyfa, veitingu umsagna með tilliti til rekstrarleyfa og almennri fjárhagsáætlanagerð. Þá starfaði Axel sem byggingarfræðingur hjá Verkís hf. veghönnunardeild á árunum 2014 til 2015. Hann hefur einnig sinnt sjómennsku til fjölda ára en hann lauk II. stigs skipstjórnarréttindum frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1996.