Afli síðustu viku á Ísafirði og Patreksfirði

Í síðustu viku landaði Páll Pálsson 126 tonnum og Stefnir tæplega 54 tonnum á Ísafirði. Uppistaðan í afla beggja var þorskur. Þá landaði Sveinbjörn Hjálmarsson 109 kg af hörpudiski á Ísafirði.

Á Patreksfirði var í síðustu viku landað tæplega 70 tonnum.
Vestri var með 18,785 kg í botnvörpu.
Fimm línubátar lönduðu á Patreksfirði Patrekur var með 22,243 kg, Núpur 21,240 kg, Agnar með 3.907 kg, Fönix 2272 kg og Sindri með 429 kg.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!