West Seafood – 18 milljónir króna launaskuldir

Vinnslusalur West Seafood. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir að gögn séu rétt að byrja berast um launatengdar skuldir West Seafood þannig að áætlað er einungis út frá skilagreinum og því ekki komnar nákvæmar tölur enn. Hann segir að gróft skotið væri launakrafa ca 11 milljónir, lífeyrissjóðir og stettarfelagsiðgjöld ca 4,5 milljónir. „Þá eru ógreiddar orlofsgreiðslur frá 1.maí og út uppsagnarfrestinn ótaldar en það er ekki ólíklegt að þær slagi hátt í 2,5 milljónir.“

Samtals eru því launatengdar skuldir West Seafood um 18 milljónir króna eftir því sem næst verður komist.

Laun, orlof og lifeyrissjóður falla undir ábyrgðasjóð launa en ekki stéttarfélagsiðgjöldin.

DEILA