Sjávarútvegurinn: 88 milljarðar króna arðgreiðslur

Frá Bolungavíkurhöfn. Mynd:Kristinn H. Gunnarsson.

Arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja frá 2011 til 2018 eru samtals 88 milljarðar króna á verðlagi hvers árs. Þetta kom fram í kynningu Deloitte á Sjávarútvegsdeginum í síðustu viku. Arðgreiðslurnar jafngilda um fjórðungi af hagnaði greinarinnar á þessu tímabili.

Í gagnagrunni Deloitte eru fyrirtæki sem hafa 92% af úthlutuðu aflamarki svo ætla má að úttektin gefi góða mynd af heildrniðurstöðunni.

Samanlagður hagnaður fyrirtækjanna frá 2011 -2018 var 347 milljarðar króna samkvæmt úttektinni.  Reiknaður tekjuskattur þeirra á tímabilinu er 78 milljarðar króna, allt reiknað á verðlagi hvers árs.

Arðgreiðslurnar eru 13% hærri en tekjuskattsgreiðslurnar á þessum árum. Fyrstu tvö árin 2011 og 2012 eru tekjuskattsgreiðslurnar hærri en arðgreiðslurnar 23 milljarðar króna á móti 17 milljörðum króna. Árið 2013 voru arðrgeiðslur og tekjuskattur sama fjárhæðin. En frá 2014 hafa arðgreiðslurnar verið hærri en tekjuskatturinn að frátöldu árinu 2016.

DEILA