Sjálfsbjargarfélag Bolungarvíkur 60 ára afmæli haldið þann 7. september 2019.

Kæru Sjálfsbjargarfélagar, gestir frá Landssambandi Sjálfsbjargar og aðrir gestir.

Ég  Býð ykkur öll hjartanlega velkominn og færi ykkur þakkir fyrir að taka þátt í þessum degi með okkur.

Í dag höldum við upp á 60 ára afmæli Sjálfsbjargarfélags Bolungarvikur. Sjálfsbjargarfélagið var stofnað 24. maí 1959 með aðstoð lngibjargar Magnúsdóttur og Trausta Sigurlaugssonar. Félagið var fyrst sem deilð frá Ísafirði en med sjálfstæð fjárráð en haustið 1959, þann 5. september var stofnuð sér deild í Bolungarvík. Stofnfélagar voru 16.  Á þessum degi ber að þakka þeim sem  ruddu brautina og gerðu mögulegt að stofna þessi samtök. Þeirra var mikil þökk.

Gaman er að nefna að fyrsti formaður félagsins var afi minn Kristján Karl Júlíusson, en hann var formaður allt til ársins 1970. Í stjórn i dag er Kristján Karl Júlíusson formaður, gjaldkeri Nikolína Þorvaldsdóttir, ritari Margrét Sæunn Hannesdóttir. Varamenn í stjórn eru Ólafia Ósk Runólfsdóttir Anna Torfadóttir og Magnús lngi Jónsson.

Félagar í dag eru skráðir 61. Með virðingu og þökk minnumst við látinna félaga med þökk fyrir óeigingjarnt starf. Okkar gæfa var hve vel okkur tókst að vinna saman öll þessi ár og enn í dag.

Fyrsti svokallaði Landsfundur Landssambands Sjálfsbjargar var haldinn hér i Bolungarvík þar sem móðir mín sem þá  var formaður sá um að skipuleggja og þar sást og sannaðist hvað hægt er að gera med sameiginlegu átaki. Með aðstoð fyrirtækja og einstaklinga hér á afmælinu tókst að láta þennan Landsfund verða að veruleika, hafið miklar þakkir fyrir.

Fjáraflanir okkar hafa verið af mörgum toga þar má helst minnast á okkar frægu pönnukökusölu en við höfum boðið fyrirtækjum og einstaklingum hér i bæ og nærsveitum pönnukökur til sölu. Svo  má nefna jólabingóið og svo höfum við verið með segla til sölu sem skarta myndum af kaupstaðnum okkar og af fleiru hér í nágrenni okkar, þessi nýja fjáröflun okkar hefur vakið mikla lukku og hafa seglarnir verið að seljast mjög vel, og er ordin stór liður í okkar fjáröflun.

Okkar fjáraflanir fara að mestu leyti til að byggja áfram upp sjúkraþjálfunarstöðina, en þar er verið að bæta við tækjum sem og endurnýja úr sér  genginn tæki. Eins höfum við verið að gefa til Hjúkrunarheimilisins Bergs eða sjúkraskýlið eins og það er oftast kallað.

Við viljum af þessu tilefni þakka kærlega fyrir stuðninginn í gegnum árin, fyrirtæki sem og einstaklinga hér i Bolungarvik og á Ísafirði. Án þessa stuðnings hefði okkur ekki tekist ætlunarverk okkar.

Að lokum vona ég að við munum eiga hér huggulegan dag saman og sérlega vil ég þakka þeim sem sáu sér fært að koma vestur til okkar og gleðjast með okkur.

Kristján Karl Júlíusson, formaður Sjjálfsbjargar í Bolungarvík.

DEILA