Rauði krossinn: Leitum að sjálfboðaliðum á Vestfjörðum

Ákveðið hefur verið að efla viðbragðshóp Rauða krossins í sálrænum stuðningi á Vestfjörðum.  Leitað er eftir sjálfboðaliðum  bæði á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum.

Þegar er starfandi viðbragshópur á Vestfjörðum en þörf er á því að bæta í hópinn og óskað er eftir sjálfboðaliðum. Þeir veita sálrænan stuðning þeim sem eru þolendur húsbruna, hópslysa og annarrra alvarlegra atburða. Sjálfboðaliðar fá þjálfun í sálrænum stuðningi, neyðarviðbrögðum og skyndihjálp áður þeir hefja störf í viðbragshópnum. Aldurstakmark er 23 ár.

Áhugasamir eru hvattir til þess að senda inn umsókn á netfangi adalheidur@redcross.is merkt umsókn um þátttöku í viðbragðshóp í sálrænum stuðning á Vestfjörðum. Umsóknarfrestur er til 20. október 2019.

Námskeið verður í framhaldinu haldið fyrir sjálfboðaliða bæði á sunnanverðum og norðanverðum Vestfjörðum.

 

DEILA