Ófeig náttúruvernd fékk milljóna króna styrk frá Bandaríkjunum

Ófeig náttúruvernd, samtök sem stofnuð voru fyrir tæpu ári og hafa beitt sér gegn Hvalárvirkjun, hafa fengið á þessu ári tvo 20.000 USD styrk frá The Nell Newmann Foundation í Kaliforníu. Það jafngildir um 5 milljónum króna á núverandi gengi eða um 2,5 milljónir króna hvort styrkur.

Báðir styrkirnir eru merktir OFEIG natturuvernd.  Annar styrkurinn er eyrnamerktur Westfjords project in Iceland, en hinn er án frekari skýringa. Beðið er svara frá Sif Konráðsdóttur, stjórnarformanni Ófeigs um styrkina en svo virðist að fyrri styrkurinn sé tengdur útgáfu skýrslu sem samtökin fengu ráðgjafarfyrirtækið Environice til að vinna og var kynnt í janúar 2019. Kostnaður við skýrsluna hefur ekki verið gefinn upp en talið er að hann geti verið 2 – 3 milljónir króna. Skýrslan fjallað um áhrif friðlýsingar Drangajökulsvíðerna.

The Nell  Neumann Foundation er sjóður sem stofnaður var 2010 af Nell Newmann, dóttur leikarans Paul Newmanns og Joanne Woodward móður Neill.  Sjóðurinn styrkir mannúðarmál og horfir til umhverfismála, menntunar, lista og fleiri sviða.

Sjóðurinn starfar samkvæmt ákvæðum bandarískra laga og er undanþeginn tekjuskatti.

DEILA