Nýir straumar – Tækifæri dreifðra byggða

Nýsköpunarmiðstöð Íslands efnir til ráðstefnu um fjórðu iðnbyltinguna og verður hún haldin á sex stöðum á landinu það er á Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Reyðarfirði, Selfossi og Borgarnesi. Vestfjarðastofa tekur þátt í undirbúningi og framkvæmd þessa viðburðar og hvetur Vestfirðinga til að fylgjast með ráðstefnunni og þá sem tök hafa á að taka þátt í vinnustofu á Ísafirði, fimmtudaginn 5. september.

Á Vestfjörðum verður dagskráin með þeim hætti að Arnar Sigurðsson mun tala frá Þingeyri um Stafræna flakkara en vinnustofa verður á Ísafirði og þar verður hægt að koma kl. 9:00 og fylgjast með ráðstefnunni á skjá, þiggja veitingar og taka þátt í vinnustofu í lok dagsins. Á Patreksfirði og Hólmavík verður hægt að fylgjast með ráðstefnunni á skjá í Skor og Hnyðju en ekki verða vinnustofur á þeim stöðum. Auk þess geta allir fylgst með ráðstefnunni úr sínum tækjum.

Dagskrá með fyrirvara um breytingar:

Kl. 09:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Setning ráðherra.
Kl. 09:10 Fundarstjóri tekur við.
Kl. 09:15 Ragnheiður Magnúsdóttir, formaður tækninefndar Vísinda – og tækniráðs
Kl. 09:35 David Wood, framtíðarfræðingur fá Bretlandi
Kl. 09:55 Stafrænt Ísland. Berglind Ragnarsdóttir verkefnastjóri
Kl. 10:15 Nýsköpun og frumkvöðlastarf í brothættum byggðarlögum. Eva Pandóra Baldursdóttir
Kl. 10:30 Stutt kaffihlé
Kl. 10:40 Austurland. María Kristmundsdóttir frá Alcoa Fjarðarál
Kl. 10:50 Norðurland eystra. Garðar Már Birgisson framkvæmdastjóri thula.is
Kl. 11:00 Norðurland vestra. Álfhildur Leifsdóttir kennari í Árskóla.
Kl. 11:10 Suðurland. Eva Björk Harðardóttir oddviti Skaftárhrepps.
Kl. 11:20 Vestfirðir. Arnar Sigurðsson Blábankastjóri.
Kl. 11:30 Vesturland. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness.
Kl. 11:40 Ávarp Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu og sveitastjórnarráðherra.
Kl. 11.50 Kaffi og vinnustofur
Kl. 12:30 Súpa og brauð
Kl. 13:00 Fyrirspurnir og umræður
Kl. 13:30 Málþingslok

Fundarstjóri: Sigríður Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu.
Skráning:
https://www.nmi.is/is/moya/formbuilder/index/index/fjorda-idnbyltingin

DEILA