Nauteyri: 800 tonna fiskeldi á landi

Hafnardalsá. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Matvælastofnun hefur auglýst tillögu að leyfi fyrir 800 tonna fiskeldi á landi á Nauteyri í Ísafjarðardjúpi.

Um er að ræða stækkun á eldra rekstrarleyfi úr 200 tonna seiðaeldi á laxi og regnbogsilungi í 800 tonna seiðaeldi á laxi og regnbogasilungi.

Athugasemdir við tillöguna og fylgigögn skulu vera skrifleg og send Matvælastofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 4. október 2019.

Í október 2015 tilkynnti fyrirtækið Háafell Skipulagsstofnun um fyrirhugaða aukningu á fiskeldinu úr 200 ton í 800 tonn.

Gert er ráð  fyrir að um 100 l/s af um 35°C heitu vatni þurfi fyrir seiðaframleiðsluna miðað við fyrsta áfanga. Ef með þarf verður borað við Hafnardalsá eftir meira af heitu vatni. Þá er gert ráð fyrir að heildarstækkun húsnæðis verði 5000 fermetrar. Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu í desember 2015 að framkvæmdin þyrfti ekki að fara í umhverfismat.

DEILA