Mest fækkun 19 ára nemenda á Vestfjörðum

Nítján ára nemendur árið 2018  eru hlutfallslega langfæstir á Vestfjörðum samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofunnar. Voru 44% þeirra sem eru á þessum aldri á Vestfjörðum í námi. Hæst er hlutfallið á Norðurlandi eystra 66%, þá á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur 64% og svo 61% í Reykjavík. Annar staðar á landinu var hlutfallið frá 51% – 59%.

Þegar skoðuð er þróunin frá 2013 kemur í ljós að hlutfallið hefur lækkað alls staðar og tengist það að öllum líkindum því að framhaldsskólar eru orðnir þriggja ára. Þá var meðaltalið yfir landið 72% og 70% á Vestjörðum. Árið 2018 hefur landsmeðaltalið lækkað í 60% en er orðið 44% á Vestfjörðum. Er hlutfallið á Vestfjörðum orðið langlægst á landinu og hefur lækkað um tæplega 40% á sama tíma og lækkun meðaltalsins er tæp 17%.

Þesis þróun virðist einskorðast við 19 ára nemendur, því hlutfall 16 – 18 ára nemenda á Vestfjörðum er svipað og landsmeðaltalið öll árin þrjú.

DEILA