Meiri sveigjanleiki til rjúpnaveiða

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að veiðitímabil rjúpu verði frá 1. nóvember – 30. nóvember. Leyft er að veiða fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags í hverri viku. Veiðibann er miðvikudaga og fimmtudaga. Áfram er í gildi sölubann á rjúpum og eru veiðimenn hvattir til hófsemi í veiðum.
Með þessu fylgir ráðherra ráðgjöf Umhverfisstofnunar sem unnin var í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands, Fuglaverndarfélag Íslands og Skotvís.
Árið 2017 voru veiddar 4660 rjúpur á Vestfjörðum en 45229 á landinu öll en árið 2016 var veiðin á Vestfjörðum 3336 en 39629 á landinu öllu. Veiðitölur fyrir árið 2018 eru ekki tiltækar á vefsíðu Umhverfisstofnunar.
Veiðimenn eru eindregið hvattir til að sýna hófsemi og eru sérstaklega beðnir um að gera hvað þeir geta til að særa ekki fugl umfram það sem þeir veiða m.a. með því að ljúka veiðum áður en rökkvar.

DEILA