Laxeldið sjálfbærast í samanburði stærstu próteinræktenda heims

Laxeldisfyrirtæki eru í fimm af tíu efstu sætunum í alþjóðlegri úttekt Coller FAIRR á próteinvísitölu ársins 2019.  Í rannsókninni er mældur árangur í sjálfbærni 60 stærstu próteinframleiðenda heims samkvæmt opinberum skrám.

Laxeldi sjálfbærasta próteinframleiðsla heims 

Vísitalan endurspeglar hvernig stærstu matvælaframleiðendur heims standa sig í ýmsum áhættuþáttum sem tengjast sjálfbærni. Rannsóknin nær til kjöt framleiðenda, mjólkurafurða og sjávarafurða, Stærsta laxaeldisfyrirtæki heims, MOWI í Noreg, er í fyrsta sæti í ár og er laxeldi þeirra sjálfbærasta próteinframleiðsla heims samkvæmt vísitölunni. Þar á eftir er laxeldi Lerøy sem er í 2. sæti, en Lerøy var efst á listanum árið 2018. Færeyska laxeldi Bakkafrost er í 3. sæti, norsku laxeldisfyrirtækin Grieg Seafood í 6. sæti og Salmar í 9. sæti. Það vekur athygli að 5 laxeldisfyrirtæki eru efst og ofarlega á lista yfir 10 sjálfbærustu próteinframleiðendur heims samkvæmt nýjustu vísitölu Coller FAIRR. Samkvæmt þessu er norska fiskeldið  leiðandi á heimsmælikvarða þegar kemur að sjálfbærni í framleiðslu á vistvænu próteini.

Gagnsæi mikilvægt sjálfbærri framleiðslu

Vísitala Coller FAIRR er eini mælikvarði heims á sjálbærni í framleiðslu dýrapróteina og sýnir krítiskt hvernig best er staðið að sjálfbærri framleiðslu. Megintilgangur skýrslunnar er að gera fjárfestum kleift að taka upplýstar ákvarðanir um fjárfestingar í matvælaframleiðslu. Í skýrslunni standa norsku laxeldisfyrirtækin fremst í flokki í flestum áhættuþáttum sem fela í sér; matvælaöryggi, úrgang, mengun, vinnu aðstæður, notkun vatns, sýklalyfja, velferð dýra og losun gróðurhúsalofttegunda.

Frá þessu er greint í gær í  frétt á vefnum Fiskeldiblaðið.

DEILA