Innanlandsflug í kreppu

Flugvöllurinn á Ísafirði.

Þann 29 ágúst fundað Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sérstaklega um stöðu innanlandsflugs. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins óskaði eftir fundinum í kjölfar þess að flugrekstraraðilar drógu saman seglin í áætlunarflugi innanlands og lýstu yfir erfiðleikum í rekstri.
Á fundinum kom fram að: a) Innanlandsflug er í samkeppni við aðrar niðurgreiddar almenningssamgöngur.
b) Sú fjölgun sem mun mögulega koma með skosku leiðinni mun ekki vera nægilega mikil til að innanlandsflugið standi undir sér á markaðslegum forsendum. c) Töluverður hluti, allt að 50%, af núverandi ríkisframlagi/greiðslum til flugfélaga fyrir að fljúga á vissa staði, fer til ISAVIA, eða 10 – 20% af verði hvers miða fer til ISAVIA í lendingargjöld leigu á flugstöðvum, flugvalaskatta og fleira.
Að sögn Vilhjálms telur hann að við þurfum að fjárfesta í innanlandsfluginu eins og öðrum almenningssamgöngum en ekki láta flugið vera í samkeppni við aðra möguleika á sviði samgangna. Einnig þurfi að auka beint flug til og frá Keflavík út á land til að fá fleiri farþega inn í kerfið. Svo þurfi að opna fyrir millilandaflug minni flugvéla á Ísafirði, Vestmannaeyjum og Höfn í Hornafirði. Þetta kemur allt fram í ítarlegu nefndaráliti okkar við samgönguáætlun sem Alþingi hefur samþykkti. Stefnan er því klár, það þarf bara að fara eftir henni sagði Vilhjálmur að lokum.

DEILA