Endurheimt votlendis á Kirkjubóli í Korpudal

Kirkjuból í Korpudal.

Votlendissjóður hefur tilkynnt Ísafjarðarbæ um framkvæmdir og verkáætlun frá Votlendissjóði vegna endurheimtar votlendis á jörðinni Kirkjuból í Korpudal í Önundarfirði. Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar fagnar framkvæmdinni og gerir ekki athugasemd.

Gert er ráð fyrir að framkvæmd vegna endurheimtar votlendis muni eiga sér stað á næstunni.

Ákvörðun um framkvæmdina er í samráði við landeigendur og hefur verið gerður samningur milli landeigenda og Votlendissjóðsins.
Fagráð Votlendissjóðsins unnið eftir gögnum sem aflað var á staðnum og gert tillögu að
framkvæmdaáætlun.

Markmið framkvæmdanna er að stöðva losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur um 20 tonnum af CO2 ígíldum að meðaltali á hvern hektara sem endurheimtur er. Samtals verða stöðvuð sem nemur árslosun á 481 tonni af CO2 ígildum. Til samanburðar losar ný bifreið 1-2 tonn á ári.

Flatarmál endurheimtar eru 24.05 hektarar. Þar af eru 19.8 hektarar í Efstabólsdal og 4.25 ha ofan v. íbúðarhúsið.
Áætluð stöðvun losunar gróðurhúsalofttegunda er 481 tonn CO2 ígildi á ári.
Fjöldi metra skurða sem á fylla í: 3.589 metrar í Efstabólsdal og1.294 metrar ofan v. íbúðarhús. Samtals er lengd skurða  4.883 metrar.

 

DEILA