Ekki mikill áhugi á nýrri stjórnarskrá

Frá setningu Stjórnlagaráðs.

Forsætisráðuneytið birti í dag niðurstöður könnunar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði um afstöðu til stjórnarskrárinnar og breytingar á henni.

Athygli vekur að þegar spurt er um viðhorf til núverandi stjórnarskrá kemur fram að 37% svarenda eru ánægð  eða mjög ánægð með núverandi stjórnarskrá en aðeins 27% óánægð eða mjög óánægð. Hvorki né eru 36%.

Samkvæmt þessu virðist ekki vera mikill stuðningur við algerlega nýja stjórnarskrá eins og Stjórnlagaráð lagði til á sínum tíma. Var um það tekist harkalega á Alþingi og í þjóðfélaginu á kjörtímabilinu eftir hrun viðskiptabankanna 2009 – 2013.

 

Á hinn bóginn kemur fram í könnuninni mikill stuðningur endurskoðun ákveðinna atriða. Um 90%  svarenda telja þörf á ákvæðum um náttúruauðlindir. Eins eru mikil þörf talin á ákvæðum um umhverfismál en 84% telja svo.  Tvö önnur mál fá mikinn stuðning í þessum efnum. Rúmlega 75% telja nauðsynlegt að setja inn ákvæði í stjórnarskrá um lýðræðislegt frumkvæði almennings  og íslenska tungu.

DEILA