CROSSFIT-Næringarfyrirlestur – að telja macros

Föstudaginn 20. september kemur María Rún, þjálfari og eigandi Crossfit Hengils og MR-Næringarþjálfunar með fyrirlestur/námskeið til okkar í Crossfit Ísafjörð þar sem hún fer yfir það hvernig þú getur á eigin spýtur talið macros.
Hvernig þú getur nýtt þér app eins og MyFitnesspal til að auðvelda þér verkið.

Að telja macros/orkuefni er eitthvað sem allir geta nýtt sér að einhverju leyti til að bæta mataræði sitt og matarvenjur.

Farið verður yfir grundvallaratriði varðandi orkuefnin og samsetningu máltíða, hvernig reikna má orkuþörf hvers og eins, hvernig maður hagar sér þegar maður er ekki heima við og fullkomlega við stjórnvölinn, hvernig maður setur inn uppskriftir í MyFitnesspal og fleiri hagnýt atriði varðandi macros talningu og hollar og heilbrigðar matarvenjur.

Fyrirlesturinn er innifalinn hjá þeim sem sitja ÓLY námskeið á laugardag og sunnudag.
Aðrir greiða aðgangseyri

DEILA