Byggðastofnun styður lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga

Byggðastofnun segir í umsögn sinni um Þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga að stofnunin styðji eindregið markmið um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga og
telur það til þess fallið að efla sveitarstjórnarstigið og skjóta styrkari stoðum undi getu
þeirra til að veita íbúum sínum betri þjónustu og annast lögbundin verkefni.

Settar eru fram efasemdir um að hækka íbúamarkið í tveimur þrepum telur Byggðastofnun heppilegra að 1000 íbúa viðmiði verði náð við kosningar 2026, en í tillögu ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 250 íbúa marki strax við næstu sveitarstjórnarkosningar 2022 og svo 1000 íbúa lágmarki 2026.

Í álitinu er fjallað um mikla andstöðu fámennari sveitarfélaga við sameiningu og því varpað fram  að til mikilla bóta og leið til meiri sáttar um lágmarksíbúafjölda væri „ef hlutverk sveitarfélaga til að verja hinar veikari byggðir væri skilgreint og sett fram jafnhliða ákvörðun um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga.“

Ekki er sett fram af hálfu Byggðastofnunar hugmyndir um hvernig sveitarfélögin sem best varið hinar veikari byggðir heldur er því vísað að sveitarfélögin sjálf  „Því væri að mati Byggðastofnunar eðlilegt að gera kröfu um það að sveitarfélög móti sjálf og geri grein fyrir sinni stefnu varðandi aðsteðjandi vanda um þróun byggðar innan marka viðkomandi sveitarfélags.“

Þá telur Byggðastofnun að í ljósi reynslunnar sé ekki ólíklegt að sameining sveitarfélaga leiði af sér hækkun skulda þeirra, þar sem á móti hagræðingu í rekstri komi auknar framkvæmdir og jafnvel einnig aukinn rekstur.  Er því varað við því að lækka skuldaviðmið sveitarfélaga úr 150% í 100% af skatttekjum.

Loks telur Byggðastofnun að aukin útgjöld Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna sameiningarátaksins verði að fjármagna með framlögum úr ríkissjóði því að öðrum kosti muni líklega skerðast framlög til sveitarfélaga sem ekki sameinast öðrum í þesu átaki.

Sameiningartillögurnar eru ræddar í dag á aukalandsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fer í Reykjavík.

DEILA