Þjóðskrá: mest ávöxtun af leigu úbúða þar sem verðið er lægst

Þjóðskrá Íslands hefur birt upplýsingar um ávöxtun af útleigu á íbúðarhúsnæði eftir staðsetningu og herbergjafjölda fasteigna. Ársávöxtun leiguhúsnæðis er reiknuð sem hlutfall af ársleigu (12*mánaðarleiga), fengna úr þinglýstum samningum og fasteignamati íbúðar fyrir árið 2020. Reiknuð var ávöxtun fyrir mismunandi stærðir íbúða og miðað við tímabilið frá miðju ári 2018 til sama tíma 2019.

Niðurstaðan er sú að ávöxtunin er almennt hæst á Vestfjörðum hvort sem eigendur íbúðanna eru einstaklingar eða fyrirtæki. Ávöxtun á útleigu tveggja herbergja íbúð í eigu einstaklinga var  14,2% en aðeins um 6-7% á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir þriggja herbergja íbúða var ávöxtunin 11,1% og 15,9% fyrir íbúðir í eigu ienstaklinga og í eigu fyrirtækja. Það var líka það hæsta á landinu. Ávöxtunin var almennt hærri en á höfuðborgarsvæðinu á Norðurlandi utan Akureyrar og Austurlandi auk Vestfjarða.

Í gögnum Þjóðskrár  er að finna tölur frá 2011 og virðist svipuð  niðurstaða  hafa verið öll árin.

Ávöxtunin ræðst einkum af tvennu, verði íbúðanna, það er því fjármagni sem bundið er í þeim og leiguverðinu sem greitt er. Eftirspurnin eftir íbúðarhúsnæði til leigu virðist töluverð sem þrýstir leiguverðinu upp en  söluverð á sama tima er lægra en þessi eftirspurn gefur til kynna.

DEILA