Réttardagar á Vestfjörðum 2019

Á leið í réttirnar

Nú líður að lokum sumars og í hönd fara þeir tímar sem fé er rekið til byggða.

Þetta eru þeir réttardagar sem Bæjarins besta hefur upplýsingar um nú á þessu hausti.
Ef réttardagar eru ekki réttir eða upplýsingar vantar verður að sjálfsögðu tekið við leiðréttingum

Arnardalsrétt í Arnardal í Skutulsfirði laugardag 21. og sunnudag 22. september.
Eyrarrétt á Eyri í Kollafirði, Reykhólahrepp, A.-Barð. laugardag 7. september.
Grundarrétt í Reykhólahreppi, A.-Barð. föstudag 13. september.
Hjarðardalsrétt í Hjarðardal í Dýrafirði laugardag 21. og sunnudag 22. september.
Hraunsrétt við Hraun í Hnífsdal í Skutulsfirði laugardag 26. september.
Innri-Múlarétt á Barðaströnd, V.-Barð. sunnudag 22. september kl. 14.00
Kinnarstaðarrétt í Reykhólahreppi, A.-Barð. sunnudag 15. september.
Kirkjubólsrétt í Steingrímsfirði, Strand. sunnudag 22. september kl. 14.00
Kirkjubólsrétt við Kirkjuból í Engidal í Skutulsfirði laugardag 21. og sunnudag 22. september
Kjósarrétt í Árneshreppi, Strand. laugardag 21. september.
Króksfjarðarnesrétt í Reykhólasveit, A.-Barð. laugardag 14. september
Melarétt í Árneshreppi, Strand. laugardag 14. september
Miðhús í Kollafirði, Strand. sunnudag 22. september, seinni réttir sunnudag 6. október
Minni-Hlíð í Hlíðardal í Bolungarvík, laugardag 14. september
Skarðsrétt í Bjarnarfirði, Strand. laugardag 21. september kl. 14.00
Skeljavíkurrétt í Steingrímsfirði, Strand. föstudag 6. seinni réttir sunnudag 22. september
Staðarrétt í Reykhólahreppi, A.-Barð. föstudag 13. september
Staðarrétt í Steingrímsfirði, Strand. sunnudag 15. september kl. 14.00
Syðridalsrétt í Bolungarvík laugardag 14. september
Traðarrétt við Tröð í Bjarnardal í Önundarfirði laugardag 21. september um kl. 16.00

DEILA