Metþátttaka í gönguhátíðinni í Súðavík

Einar Skúlason flytur ávarp við setningu hátíðarinnar í Hestfjarðarbotni.

Metþátttaka varð í gönguhátíðinni í Súðavík sem haldin var um helgina í fimmta sinn. Það er gönguhópurinn Vesen og vergangur undir forystu Einars Skúlasonar sem stendur að hátíðinni í samstarfi við Göngufélag Súðavíkur og Súðavíkurhrepp. Einnig er samstarf við Ferðafélag Ísfirðinga.

Einar Skúlason sagði í samtali við Bæjarins besta að hátíðin hafð gengið mjög vel, aðeins varð eitt óhapp en ekki alvarlegt. Þátttakan hafi að þessu sinni verið meiri en áður. Einari taldist til að um 600 manns hefðu sótt 12 viðburði hátíðarinnar. meðal þeirra var ganga á Kaldbak og Kofra, gengið var í fótspor Harry Eddom skipbrotsmanns af Ross Cleveland og sögugöngur um Kambsnesið og Súðavík nokkrir viðburðir séu nefndir.

Einar var þegar farinn að huga að næstu gönguhátíð í Súðavík að ári og hitti í morgun Barða Ingibjartsson, leiðsögumann til skrafs og ráðagerða.

Staðið á tindi Kofra í fyrra.
Hópurinn sem gekk á Kofra að þessu sinni.
Einn viðburðurinn var ball í samkomuhúsinu. Plötusnúðarnir voru ekki afverri endanum.
DEILA