Kertafleyting á Ísafirði

Þátttaka var ágæt í kertafleytingunni á Ísafirði á föstudagskvöldið.  veðrið var gott og fleytingin tókst vel. Tilefnið var að minnast þess að kjarnorkusprengjum var varpað á Nagasaki og Hirosima í Japan í ágústmánuði 1945. Afleiðingarnar urðu hrikalegar og á  fjöldi látinna engin fordæmi í stríðssögunni. Þáttakendur í fleytingunni vilja leggja áherslu á að aldrei verði aftur gripið til þessa vopns.

Myndir: Isabella Friðgeirsdóttir.

DEILA