Hver á spólur Megasar?

Gunnar Davíðsson frá Þingeyri, deildarstjóri hjá Tromsfylki í Noregi á sér áhugamál sem fáir aðrir leika eftir honum. Gunnar var fenginn til þess að flytja fyrirlestur á tveimur fundum Vestfjarðastofu í síðustu viku um áhrifin af fiskeldi í fylkinu, en laxeldi í sjó hefur vaxið hröðum skrefum og haft mikil áhrif á atvinnu- og byggðaþróun.

Fyrirlestrinum lauk Gunnar með því að víkja að áhugamáli sínu: spólum Megasar.

Hann á orðið mikið safn af spólum tónskáldsins, en það er ekki alveg fullkomið. Enn vantar þrjár spólur í safnið:

Megas (fyrsta platan),

Nú er ég klæddur og kominn á ról (Barnaplatan)

og Þrír blóðdropar sem var síðasta plata Megasar sem líka kom út á spólu (1992).

Svo spurningin er: getur einhver lesandi bb.is komið Gunnari til aðstoðar og útvegað honum spólu af þessu vinsæla Megasarefni?

DEILA