Fuglastaður -Birdspot vefforrit-

Fuglastaður

Birdspot er nýtt vefforrit búið til af Náttúrustofu Vestfjarða í samvinnu við Birgi Erlendsson vefforritara með styrk frá Ranníba. Vefforritinu var formlega hleypt af stokkunum 5. ágúst og er aðgengilegt öllum tækjum sem eru nettengd.
Til að byrja með verður fuglastaður merktur með áberandi ímmiða á fimm stöðum í nágrenni Látrabjargs. Með því að slá inn birdspot.is í símanum og deila stöðu þinni muntu geta kynnt þér fuglalífið á þinni staðsetninu. Hægt er að fá helstu upplýsingar um tegundir fugla og nánari lýsingu á þeim á fjórum mismunandi tungumálum. Það er von okkar hjá Náttúrustofu Vestfjarða að birdspot.is muni gera fuglaskoðun einfaldari og aðgengilegri fyrir þá ferðamenn sem hafa áhuga á að kynna sér fuglalífið nánar, en ferðast ekki með fuglahandbók eða sjónauka.

DEILA