Dýralæknisþjónusta á Vestfjörðum tryggð fram á haust

Náðst hefur samkomulag við Sigríði Ingu Sigurjónsdóttur, dýralækni um að draga til baka uppsögn sína á samningi um að sinna almennri dýralæknaþjónustu á Vestfjörðum. Dýralæknisþjónusta er því tryggð á Vestfjörðum frá og með 15. ágúst til og með 31. október, en þá rennur samningurinn út ásamt öðrum þjónustusamningum dýralækna í dreifðum byggðum landsins.
Ráðherra landbúnaðarmála hefur ákveðið að skipa starfshóp um þjónustu dýralækna í dreifðum byggðum og vaktþjónustu dýralækna. Matvælastofnun hefur auglýst þjónustusamninga dýralækna lausa til umsóknar og þá með endurskoðunarákvæði með vísan til breytinga sem kunna að verða gerðar í kjölfar niðurstöðu starfshóps ráðherra.

DEILA