Bolungavík: um 1,4 milljarður króna í fjármagnstekjur

Bræðurnir Jón Þorgeir Einarsson og Guðmundur Einarsson ásamt sonum Jóns Þorgeirs og föður þeirra hafa haft um 1,4 milljarð króna í fjármagnstekjur á tveimur árum 2017 og 2018.

Í álagningu síðasta árs greiddu þeir bræður samtals 144 milljónir króna í fjármagnstekjuskatt, sem bendir til þess að framtaldar fjármagnstekjur hafi verið um 720 milljónir króna.

Í álagningu þessa árs kemur fram að bræðirnir ásamt syni annars og föður þeirra hafi greitt um 150 milljónir króna í fjármagnstekjuskatt. Samkvæmt því má ætla að framtaldar fjármagnstekjur hafi verið um 680 milljónir króna.

Samanlagt yfir síðustu tvö framtalsár nemur fjármagnstekjuskatturinn 294 milljónum króna og fjármagnstekjurnar sjálfar hafa verið um 1,4 milljarður króna.

 

DEILA