Bíldudalur: Miklar endurbætur á flugvellinum

Um helgina hefur verið lagt nýtt slitlag á flugbrautina á Bíldudalsflugvelli og einnig sett slitlagsklæðning  á flughlaðið. Finnbjörn Bjarnason, flugvallarvörður var kampakátur þegar Bæjarins besta ræddi við hann í gærkvöldi. Hann sagði að verkið hefði gengið mjög vel og það hefði verið aðdáunarvert hvernig verktakinn Borgarverk gat unnið verið á aðeins 7 klst.

Þá sagði Finnbjörn að Borgarverk hefði einnig lokið við að breikka veginn frá Haganesi á flugvelli og leggja nýtt slitlag á hann um 2,5 km vegarkafla. Sagði hann að þetta væri mikil breyting til hins betra.

Myndirnar tóku Guðmundur Bjarnason og Finnbjörn Bjarnason.

DEILA