Árneshreppur: vill heilsársveg yfir Veiðileysuháls

Frá íbúafundinum í Árnesi. 39 manns sóttu fundinn. Ljósmynd: Kristján Þ. Halldórsson

Í fréttatilkynningu frá verkefnisstjóra átaksins Áfram VÁrneshreppur segir að íbúafundur sem  haldinn var í Félagsheimilinu í Trékyllisvík í Árneshreppi föstudaginn 16. ágúst 2019 segir að fundurinn „fagnar átaki samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að rjúfa einangrun afskekktra byggðarlaga og nýta 30 milljarða í göng undir Fjarðarheiði. Fundurinn hvetur ráðherra til að nýta 0,7 milljarða í gerð heilsársvegar yfir Veiðileysuháls og stuðla þannig að því að rjúfa einangrun Árneshrepps þá þrjá mánuði á ári sem snjómokstri er ekki sinnt.“

 

DEILA