Alvarleg frávik við uppsetningu eldisbúnaðar

AKVA group ASA hefur á síðustu misserum verið við afhendingu á sjókvíabúnaði fyrir eldisfyrirtækin Arctic Sea Farm og Arnarlax. Samsetning búnaðarins hefur farið fram við Sandodda í Patreksfirði. Við innri og ytri skoðun á svæðinu kom í ljós að verkferlum fyrirtækisins hafði ekki verið fylgt sem leiddi af sér að íhlutir og kvíaefni dreifðust um svæðið umfram heimildir.
Eftir samráð við Umhverfisstofnun og eldisfyrirtækin Arctic og Arnarlax hefur farið fram hreinsun á svæðinu síðustu vikur. Meðal þeirra sem aðstoðuðu við hreinsun svæðisins voru hressir krakkar frá Héraðssambandinu Hrafna-Flóka (HHF), sem standa nú í stöngu við fjáröflun keppnisferðar komandi haust. Kann AKVA group þeim bestu þakkir fyrir hjálpina.
AKVA group ASA ásamt Arctic Sea Farm og Arnarlaxi harma umgengni sem þessa en skrept hefur verið ítarlega á verkferlum til að koma í veg fyrir að atvik sem þetta endurtaki sig. Frekari hreinsun svæðisins stendur nú yfir.

Fréttatilkynning frá AKVA group ASA – 26.8.2019

 

DEILA