20 ára afmæli Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða

Fræðslumiðstöð Vestfjarða á 20 ára afmæli miðvikudaginn 28. ágúst n.k. Áfanganum verður fagnað með opnu húsi þann sama dag frá kl. 15-17. Allir velkomnir!
Rétt er einnig að benda á að Fræðslumiðstöð Vestfjarða er nú að hefja vetrarstarfið og hafa þó nokkur námskeið þegar verið auglýst á heimasíðunni frmst@frmst.is.

Meðal þeirra má nefna að 3. september hefst svonefnt Smáskipanám, sem  kemur í stað þess sem áður var nefnt 30rl réttindanám (pungapróf) og miðast atvinnuskírteinin nú við lengd skipa í stað brúttórúmlestatölu áður. Réttindin miðast skv. því við skip 12 metrar og styttri að skráningarlengd, m.v. að hafa lokið 12 mánaða siglingatíma skv. reglugerð nr. 393/2008. Námið er kennt með faglegri ábyrgð Skipstjórnarskóla Tækniskólans og lýkur hverjum námsþætti þess með bóklegu prófi.

Í vor var Sædís María Jónatansdóttir ráðin til forstöðu Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Sædís hóf störf 1. ágúst. Hún tók við af Elfu Hermannsdóttur.

Elfa, Smári Haraldsson og Sædís María.
DEILA