Vestfirðir: Meðalatvinnutekjur 10% lægri en á höfuðborgarsvæðinu

Frá Reykjavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Meðalatvinnutekjur á Vestfjörðum voru á síðasta ári 4.882.000 krónur. Hæstar voru meðalatvinnutekjurnar á höfuðborgarsvæðinu 5.398.000 kr. Munurinn er 516 þúsund krónur eða 10%. Þetta kemur fram í nýbirtri ársskýrslu Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fyrir 2018.

Höfuðborgarsvæðið og Austfirðir skera sig úr fyrir háar meðalatvinnutekjur. Lægstar eru meðaatvinnutekjurnar á Norðurlandi vestra, aðeins 4,5 mkr sem er 17% undir höfuðborgarsvæðinu.

Tölur fyrir 2018.
Heimild: Ársskýrsla 2018 | Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Landssvæði Meðalatvtekjur
Höfuðborgarsvæðið 5.398 100
Suðurnes 4.675 86,6
Vesturland 4.929 91,3
Vestfirðir 4.882 90,4
Norðurland vestra 4.503 83,4
Norðurland eystra 4.784 88,6
Austurland 5.214 96,6
Suðurland 4.655 86,2
DEILA