Vestfirðir: Meðalatvinnutekjur 10% lægri en á höfuðborgarsvæðinu

Meðalatvinnutekjur á Vestfjörðum voru á síðasta ári 4.882.000 krónur. Hæstar voru meðalatvinnutekjurnar á höfuðborgarsvæðinu 5.398.000 kr. Munurinn er 516 þúsund krónur eða 10%. Þetta kemur fram í nýbirtri ársskýrslu Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fyrir 2018.

Höfuðborgarsvæðið og Austfirðir skera sig úr fyrir háar meðalatvinnutekjur. Lægstar eru meðaatvinnutekjurnar á Norðurlandi vestra, aðeins 4,5 mkr sem er 17% undir höfuðborgarsvæðinu.

Tölur fyrir 2018.
Heimild: Ársskýrsla 2018 | Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Landssvæði Meðalatvtekjur
Höfuðborgarsvæðið 5.398 100
Suðurnes 4.675 86,6
Vesturland 4.929 91,3
Vestfirðir 4.882 90,4
Norðurland vestra 4.503 83,4
Norðurland eystra 4.784 88,6
Austurland 5.214 96,6
Suðurland 4.655 86,2

Athugasemdir

athugasemdir