Undirskriftarsöfnun: Raforka fyrir Vestfirði

Raforka fyrir Vestfirði.

Hrint hefur verið af stokkunum á Change.org undirskriftarsöfnun fyrir framleiðslu á vistvænni orku á slóðinni  https://www.change.org/p/the-people-raforka-fyrir-vestfir%C3%B0i  undir yfirskriftinni:

Raforka fyrir Vestfirði.

Þar segir:

„Öll viljum við njóta gæða lífsins og sitja við sama borð og aðrir landsmenn. Við viljum bætt raforkuöryggi og virkjun vistvænnar orku. Við viljum minnka notkun á jarðefnaeldsneyti og á sama tíma skapa skilyrði til eflingar á fjölbreyttu atvinnulífi og þannig eflingar byggðar að Vestfjörðum.

Áfram Hvalárvirkjun og áfram Vestfirðir!“

Landvernd

Frá því í febrúar 2019 hefur Landvernd umhverfisverndarsamtök verið með undirskriftarsöfnun þar sem skorað er á umhverfisráðherra að friðlýsa áhrifasvæði Hvalárvirkjunar. slóðin er :http://askorun.landvernd.is

Þar segir:

„Við skorum á umhverfis- og auðlindaráðherra og forstjóra Umhverfisstofnunar að hraða vinnu við friðlýsingu á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar, Drangajökulssvæðinu þannig að hægt sé að leggja friðlýsinguna fyrir Alþingi á haustþingi.
Jafnframt biðlum við til hreppsnefndar Árneshrepps að taka til skoðunar friðlýsingu á óbyggðum víðernum á skipulagssvæði hreppsins í stað Hvalárvirkjunar.“

DEILA