Þjóðskrá: Fjölgar í öllum landshlutum nema á Vestfjörðum

Þjóðskrá Íslands hefur birt tölur um íbúafjölda í sveitarfélögum 1.7. 2019. Íbúum hefur fjölgað í öllum landshlutum frá 1. desember 2018 nema á Vestfjörðum.

Íbúum Reykjavíkur fjölgaði um 1.161,í Kópavogi um 473 og Mosfellsbæ um 377.

Á Vestfjörðum fækkaði mest í Strandasýslu eða um 14 manns. Þar af varð fækkunum í Strandabyggð 19 manns.

Á sunnanverðum Vestfjörðum var óbreyttur íbúafjöldi, þar sem fjölgunin í vesturbyggð varð jafnmikil og fækkunin á Tálknafirði.

Á norðanverðum Vestfjörðum varð fjölgun um 1. Þar fjölgaði í Súðavík og í Bolungavík en fækkaði í Ísafjarðarbæ.

Í töflunni er fyrtsi dálkur íbúðafjöldi 1.12. 2017, næsti dálkur 1.12. 2018 og þriðji dálkurinn sýnir íbúafjölda 1.7. 2019.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!