Steingervingar við Hvalá: ólíklegt að trufli framkvæmdir

Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri Vesturverks ehf segist ekki eiga von á því að tilkynning Ófeigs um fund steingervinga á framkvæmdasvæði Hvalárvirkjunar muni trufla framkvæmdir við vegagerð í sumar. Gunnar Gaukur var að koma frá Ófeigsfirði í gærkvöldi eftir að hafa kynnt sér málið. Hann sagði að eftir því sem best væri séð væru mögulegir steingervingar ekki á því svæði sem vegagerðin nær yfir heldur nokkuð þar frá. Helst væri það við Hvalána þar sem möguleg truflun gæti orðið á þann veg að torvelda að steypa undirstöður fyrir nýja brú yfir Hvalá en það fannst Gunnari Gauki samt ólíklegt.

Í brefí Ófeigs er vísað í 60. grein náttúruverndarlaga, 2. málsgrein, sem mælir fyrir um bann við því að fjarlægja steingervinga af fundarstað. Í fyrstu málsgrein segir að heimilt sé að banna eða takmarka töku steinda með reglugerð ef það er nauðsynlegt til að tryggja vernd þeirra. Slíka rákvarðanir skuli verða birtar í B deild Stjórnartíðinda.

Ekki er finna á vef Umhverfisráðuneytisins neina reglugerð um bann eða takmörkun á töku steinda eða steingervinga.

DEILA