Reykhólahreppur tekur 40 milljóna króna lán

Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur samþykkt að taka 40 milljóna króna lán til 15 ára hjá lánasjóði sveitarfélaga. Lokagjalddagi verður í október 2034. Útsvarstekjur og framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verða sett til tryggingar greiðslum af láninu.

í bókunni segir að lánið sé „tekið til fjármögnunar á ljósleiðaravæðingu sveitarfélagins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.“

Yfirdráttarlán 20 mkr

Þá var sveitarstjóra heimilað  að taka tímabundið yfirdráttarlán hjá viðskipabanka
sveitarfélagsins allt að upphæð 20.000.000.- kr meðan beðið er eftir afgreiðslu Lánasjóðs
Sveitarfélaga á lánaumsókn sveitarfélagsins.

DEILA