Ögurball : 500 manns á svæðinu

Dansgólfið fullt af glöðu fólki.

Aðsókn sló fyrri met á Ögurballinu sem var á laugardaginn. Halldór Halldórsson sagðist telja að um 500 manns hafi verið á svæðinu. Ekki komast nema 60 manns inn í einu. Halldór segir að tekjurnar sem hafi komið inn skili sér til viðgerða og endurbóta á samkomuhúsinu sem er frá 1926. „Það var gott veður og góð aðsókn og allt gekk vel.“

Þá voru aðrir atburðir vel sóttir að sögn Halldórs söguganga var laugardagsmorguninn og full kirkja í messu að göngunni lokinni, sem haldin var í tilefni af 160 ára afmæli kirkjunnar. Í messunni þjónaði sr. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir fyrir altari og sr. Hjálmar Jónsson predikaði.

Myndir : Jón Halldórsson.

Halldór Halldórsson, Ögri.

Jón Halldórsson frá Hrófbergi og Ingólfur Kjartansson, Unaðsdal.

 

DEILA