Nærri 200 keppendur í Vesturgötuhjólreiðunum

Gríðarlega góð þátttaka var í Vesturgötuhjólreiðunum í gær. Alls luku 193 keppni í þessari 55 km löngu þraut, 130 karlar og 63 konur. Fyrstur karla í mark varð Ingvar Ómarsson og Karen Axelsdóttir varð fyrst kvenna.

Í flokki 40 ára og eldri sigruðu Steinar Þorbjörnsson og Karen Axelsdóttir. Í flokki yngri en 40 ára urðu fyrst Ingvar Ómarsson og María Ögn Guðmundsdóttir.

Í dag verður Vesturgötuhlaupið. Verður boðið upp á þrjár vegalengdir 10 km, 24 km og 45 km.

Þá var líka skemmtiskokk og skemmtihjólreiðar með jóga og vöfflum við Sundlaugina á þingeyri og var góð þátttaka í því.

Myndir: Hlaupahátíð á Vestfjörðum.

DEILA