Messa í Unaðsdal á sunnudaginn

Messað verður  í Unaðsdalskirkju sunnudaginn 28. júlí kl. 14:00. Organisti er Kjartan Sigurjónsson og prestur sr. Magnús Erlingsson.

Kirkjan, sem nú stendur í Unaðsdal, var byggð 1897.  Hún er úr timbri með lofti og turni og stendur á sléttri eyri við ósa Dalsár.

Í Unaðsdal er talið að hafi staðið bænhús fyrrum, en kirkjan á Stað á Snæfjallaströnd var flutt að Unaðsdal á 19. öld. Var það ákveðið árið 1865 þegar síðasti Staðarpresturinn, séra Hjalti Þorláksson, lét af embætti. Kirkjan var helguð Guði, Maríu guðsmóður og Pétri postula í kaþólskum sið.

Frá 1880 var kirkjan útkirkja frá Kirkjubólsþingum en frá 1928 frá Vatnsfirði. Þegar flest var, upp úr aldamótum, voru liðlega 350 manns á sálnaregistri í Unaðsdalssókn, en lítið útgerðarþorp hafði þá myndast að Stað. Gamla kirkjan er nú horfin, en móta sést fyrir hinu forna kirkjustæði og hringlaga garði.

DEILA