Meistaramót Golfklúbbs Ísafjarðar.

Það voru 25 þátttakendur sem hófu leik í meistaramóti G.Í. á miðvikudaginn var. Golfvöllurinn skartaði sínu fegursta, hann hefur sennilega aldrei verið í betra standi, vel hirtur þurr og gróinn. Fyrsta daginn var hlýr suðaustan strekkingur en Spánarveður á fimmtudeginum. Á föstudeginum var dæmigert íslenskt sumarveður, byrjaði með suðaustan golukalda, ágætlega hlýtt og þurrt en herti vindinn þegar leið á daginn. Fyrir almennan golfara er strekkings vindur býsna erfiður og getur bætt við einu höggi á hverja holu. Sérstaklega er þetta erfitt fyrir Ísfirðinga sem eru vanir logni. En Skotar sem eru hins vegar alvanir stinningskalda í golfi þykir afskaplega lítið til koma að spila í logni.

Mótinu lauk á laugardeginum þar sem úrslitakeppni var háð. Ekki tókst að veita verðlaun vegna kæru sem upp kom á fyrsta degi mótsins og þurfti að kalla saman stjórn klúbbsins til að skera úr ágreiningi.

Niðurstaðan lá svo fyrir á þriðjudegi og voru eins og hér segir:

1.flokkur karla(spila 72 holur)

1.sæti Jón Hjörtur Jóhannesson 317 högg

2.sæti Baldur Ingi Jónasson 322 högg

3.sæti Karl Ingi Vilbergsson 323 högg

2.flokkur karla(spila 72 holur)

1.sæti Guðni Ólafur Guðnason eftir bráðabana við

2.sæti Ásgeir Óli Kristjánsson 358 högg

3.sæti Jóhann Birkir Helgason 363 högg

Konur (spila 36 holur)

1.sæti Anna Guðrún Sigurðardóttir eftir bráðabana við

2.sæti Bjarney Guðmundsd. 191 högg

3.sæti Guðrún Á.Stefánsdóttir 204 högg

Öldungaflokkur (spila 36 holur)

1.sæti Kristinn Þ Kristjánsson 171 högg

2.sæti Tryggvi Sigtryggsson 183 högg

3.sæti Pétur Birgisson 186 högg

Unglingaflokkur (spilar 36 holur)

1.sæti Sigurður D Pétursson 279 högg

Verðlaunaafhending fer fram í dag fimmtudag kl 18:00.

Klukkan 18:30 hefst fimmtudagsmótið á Tungudalsvelli og á laugardaginn verður haldið ICEWEAR mótið og stendur skráning yfir á Golf.is eða https://mitt.golf.is/#/motaskra/info/28259/information/

 

DEILA