Lúðrasveit Tónlistarskólans á Ísafirði í Eistlandi

Lúðrasveit Tónlistarskólans á Ísafirði tók þátt í mikilli tónlistarhátíð í Tallin á Eistlandi sem fram fór um síðustu helgi. Jóna Benediktsdóttir segir að tilefni hátíðarinnar hafi verið að 30 ár eru á þessu ári síðan Eistlendingar söngbyltingin hófst. Þá kom fólk saman og söng til þess að sýna vilja sinn til að losna undan valdi Sovétríkjanna.

Til hátíaðrinnar komu kórar og lúðrasveitir frá bæjum og héruðum í Eistlandi og  reyndar víða að erlendis frá, þar með talið frá Íslandi. Fólkið gekk saman og spilaði og söng 6 km leið að torgi í Tallin þar sem var gríðarstórt svið. Jóna segir að þarna hafi verið a.m.k. 150 þúsund manns samankomin.

Lúðrasveit Tónlistarskólans á Ísafirði gekk í skrúðgöngunni með héraðinu Anslam og sagði Jóna að göturnar sem gengið var um hefði verið troðfullar af fólki sem fagnaði sveitunum.

Tónlistarhátíðin stóð í tvo daga og Jóna Benediktsdóttir sagði að förin hefði verið mikið ævintýri og ákaflega skemmtileg.

Það skipti miklu máli, að sögn Jónu, að stjórnandi hljómsveitarinnar Matis Matella er heimamaður og gerði það förina enn skemmtilegri fyrir Íslendingana. Alls voru það 14 hljómsveitarfélagar sem fóru til Eistlands. Þeir fóru á eigin vegum.

Myndir: Guðmundur M. Kristjánsson og Fjölnir Ásbjörnsson.

DEILA