Línubátur í vanda norður af Hornströndum

Guðmundur Einarssin ÍS. Mynd: aflafrettir.is

Björgunarskipið Gísli Jóns frá Ísafirði var kallað út um klukkan 19 í kvöld vegna Guðmundar Einarssonar ÍS sem var í vanda norður af Hornströndum. Bilun hafði komið upp í stýrisbúnaði bátsins sem er 15 tonna línubátur frá Bolungavík, átti áhöfnin því erfitt með að stýra honum. Hann gengur fyrir eigin vélarafli og sigldi til móts við björgunarskipið.

 Klukkan hálf níu mættust bátarnir í Aðalvík og er Gísli komin með línubátinn í tog og heldur með hann til Bolungavíkur. Engin slys voru á fólki. Bátarnir eru rétt ókomnir til hafnar í Bolungavík.

DEILA