Landsbyggðin svartsýnni á efnahagsstöðuna

Rúmlega tveir af hverjum þremur Íslendingum (70%) telja efnahagsstöðuna á Íslandi í dag vera góða. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 4.-9. apríl 2019. Alls kváðust 8% telja efnahagsstöðuna vera mjög góða, 63% nokkuð góða, 22% frekar slæma og 7% mjög slæma. Þeim sem telja efnahagsstöðu á landinu góða fækkar um 10 prósentustig frá könnun árins 2018 en þá kváðust alls 80% svarenda telja efnahagsstöðuna nokkuð eða mjög góða.

10% munur

Töluverður munur er á afstöðu svarenda eftir búsetu. Á landsbyggðinni eru 36% sem telja efnahagsstöðuna slæma og 64% telja hana góða. Á höfuðborgarsvæðinu eru íbúar bjartsýnni ef marka má könnunina, en aðeins 26% telja hana slæma og 734% segja hana góða. Munurinn milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins eru 10%, sem landsbyggðin er svartsýnni.

stjórnarandstaðan svartsynni

Önnur athyglisverð niðurstaða er hversu hún tengist afstöðu til stjórnmálaflokka. Þeis em styðja ríkisstjórnarflokkana eru almennt bjart´synni en hinir sem aðhyllast stjórnarandstöðuflokk.

 

DEILA