Landsbyggðin:Útlendingar bera uppi fjölgun íbúa

Í Ísafjarðarbæ búa 580 erelndir ríkisborgarar.

Í nýbirtum tölum Hagstofu íslands kemur fram að íbúum á landsbyggðinni fjölgaði um 1.250 manns frá áramótum til loka júní síðastliðinn. Íbúar landsbyggðarinnar voru um síðustu mánaðamót 130.030 en voru 128.780 um áramótin. Á landinu bjuggu þá alls 360.390 manns.

Á landsbyggðinni fjölgaði íslenskum ríkisborgurum um 420 manns, þar af varð náttúruleg fjölgun, fæddir umfram látna 260 manns. Til landsbyggðarinnar fluttu 160 manns með íslenskan ríkisborgararétt umfram brottflutta. Þannig að flutningsjöfnuður innanland varð jákvæður á fyrri helmingi ársins, litið til landsbyggðarinnar í heild og borið saman við höfuðborgarsvæðið.

Meginhluti fólksfjölgunarinnar á landsbyggðinni varð vegna erlendra ríkisborgara sem fluttu inn á svæðið. Aðfluttir umfram brottflutta á fyrri helmingi ársins voru 810 manns.  Um 2/3 hlutar íbúafjölgunarinnar á fyrri hluta 2019 eru erlendir ríkisborgarar.

Á Vestfjörðum eru 1.110 íbúar með erlent ríkisfang.

 

DEILA