Ísafjörður: fjórða mesta hækkunin á fráveitugjöldum í sérbýli

Verðlagseftirlit ASÍ kemst að þeirri niðurstöðu að fráveitugjöld í sérbýlí í eldri byggð á Ísafirði hafi hækkað um 45,2% frá 2014 til 2019. Hækkunin kemur einkum fram í tveimur stökkum á þessu tímabili,  19% hækkun árið 2017 og 18,8% hækkun árið 2019.

Er þetat fjórða mesta hækkunin í sveitarfélögunum 15 sem ASÍ tekur til skoðunar. Meiri hækkun varð í Reykjanesbæ, Seltjarnarnesi og á Sauðárkróki í  Skagafirði.

Álagningarhlutfallið hefur allan tímann verið 0,25% af fasteignamati og eru aðeins tvö sveitarfélög með hærra hlutfall. Þrjú sveitarfélög leggja á fast gjald að viðbættu krónutölu pr fermetra svo það er ekki hægt að bera þau saman við hin 12 sveitarfélögin.

Ísafjörður kemur betur út í samanburðinum þegar litið er til fjölbýlis.  Þar er hækkunin 30,9% og er hækkunin meiri en það í níu sveitarfélögum.

DEILA