Háskólasetur Vestfjarða: Hvað eru nemendur að gera í sumar?

Nemendur í meistaranáminu í haf- og strandsvæðstjórnun hafa nú lokið námskeiðum og eru í óða önn að hefja vinnu við lokaverkefni sín. Í meistaranáminu við Háskólasetrið fá þeir tækifæri til að útfæra meistaraprófsverkefni sín frá grunni og geta því valið sér viðfangsefni hvar sem er í heiminum. Af tuttugu og tveimur nemendum sem nú hefja vinnu við lokaverkefni munu ellefu vinna þau á Íslandi. Af þessum ellefu munu fimm vinna verkefni hér á Vestfjörðum.

Þegar hefur tveimur verkefnum verið gerð skil og hér verður sagt frá tveimur öðrum.

 

Krestin Frank rannsakar skóga á Vestfjörðum og tengsl þeirra við vistkerfi stranda. Þetta er mikilvæg vegna þess að skógrækt hefur aukist á Íslandi undanfarin ár og mun aukast enn frekar í framtíðinni. Engu að síður er lítið vitað um hvaða áhrif þessara fyrirséðu breytinga á gróðurþekjunni mun hafa á vistkerfi strandarinnar. Leiðbeinendur hennar eru Daniel Govoni frá SIT (School for International Training) og dr. Brynhildur Bjarnadóttir Háskólanum á Akureyri.

Michelle Valliant rannsakar sambandið á milli kalkþörunga og fiska í Ísafjarðardjúpi. Þetta er mikilvægt því kalkþörungar eru uppeldisstöðvar fyrir fjölmargar fiskitegundir sem eru mikilvægar fyrir sjávarútveginn. Leiðbeinendur Michelle er dr. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir og dr. Ragnar Edvardsson hjá Rannsóknarsetri HÍ á Vestfjörðum.

DEILA