Gengið til góðs hringveginn

Kolbeinn Þór Gunnarsson.

Kolbeinn Þór Kolbeinsson er fæddur 1997. Hann ákvað að ganga hringveginn um landið á 30 dögum og styrkja gott málefni.

Samferða Góðgerðarsamtök aðstoða fólk fjárhagslega sem hafa orðið fyrir áföllum í lífinu hvort sem það eru tengd veikindum hjá foreldrum eða börnum. Nú eða hvað sem er. Stjórnin kemur saman einu sinni í mánuði og velur þá einstaklinga sem hún telur að þurfi á aðstoð að halda og setur sig í samband við þá aðila er málið snertir. Allt er unnið í 100% sjálfboðavinnu og á hugsun einni. Enginn tilkostnaður né heldur yfirbygging.

Kolbeinn þór er kominn á loka sprettinn á göngu sinni um hringveginn.
Hann lagði af stað þann fyrsta júlí frá Reykjavík og lýkur göngunni um mánaðanótin.
Í gær var hann að nálgast Vík í Mýrdal.
Á göngunni safnar hann áheitum sem renna til Samferða styrktarsamtökum.
Hægt er að fylgjast með ferðalaginu á hringferdin.com
Kolbeinn Þór er Bíldælingur í föðurætt og Áshreppingur í móðurætt og fyrrum starfsmaður Arnarlax.

DEILA