Garðar í Björnsbúð látinn

Garðar Guðmundsson.

Látinn er á Ísafirði Garðar Guðmundsson fyrrverandi kaupmaður 95 ára að aldri. Garðar fæddist á Ísafirði 1924 og ólst þar upp í stórum systkinahóp. Afi Garðars, Björn Guðmundsson, hóf verslunarrekstur á Ísafirði 1894 og stofnaði Verslun Björns Guðmundssonar, Björnsbúð,  sem rekin var til 1997. Garðar tók við rekstrinum 1960 og rak búðina þar til hún var seld.

Garðar var íþróttakennari frá Laugarvatni og lagði stund á kennslu sem ungur maður. Hann bjó á hjúkrunarheimilinu Eyri síðustu árin ásamt eiginkonu sinni Jónínu Jakobsdóttur sem lifir mann sinn. Þau eignuðust þrjá drengi Björn, Jakob Fal og Atla.

DEILA