Fyrrv aðstoðarmaður umhverfisráðherra bað um Drangavíkurkortið

Kortið umdeilda sem sýnir Drangavík mun stærri en önnu rkort.

Sif Konráðsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra bað Sigurgeir Skúlason, landfræðing um að teikna kortið þar sem jörðin Drangavík er sýnt mun stærri en áður hefu verið gert.

Þetta kemur fram í bréfi sem Guðrún Anna Gunnarsdóttir, Stykkishólmi hefur ritað til Úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. Guðrún Anna er einn eiganda Drangavíkur en stendur ekki að kærunni til Úrskurðarnefndarinnar, þar sem krafist er þess að framkvæmdir vegna Hvalárvirkjunar verði stöðvaðar.

Guðrún Anna segir í bréfinu að kortið dags 19.6. 2019 sem sýnir landamörk Drangavíkur og fylgir kærunni hafi Sigurgeir Skúlason dregið upp að beiðni Sifjar Konráðsdóttir. Einnig kemur fram að Sigurgeir hafi staðfest þetta og það líka að hann hafi gert fyrst annan uppdrátt sem hafi verið hafnað. Sigurgeir mun hafa hafnað beiðni um að fá þann uppdrátt afhentan.

Guðrún Anna Gunnarsdóttir segir í bréfinu að jarðamörk Dranga, Drangavíkur og Engjaness hafi verið óumdeild um aldir það best er vitað. Hún segir kort Sigurgeirs ekki byggt á ríkjandi hefðum til fjalla sem eru vatnaskil í þessu tilfelli.

Segir einnig að skjöl frá 1890 (Landamerkjabók) ,2006 (Landmælingar Íslands, Nytjaland), 2014 ( Ásgei Gunnar Jónsson) og 2018 (Landform fyrir Óbyggðanefnd)  um landamerki beri öllum saman og sýni jarðamörk Drangavíkur með óyggjandi hætti.

Guðrún Anna gerir formlega athugasemd við kæruna og segir hana vísvitandi setta fram á fölskum forsendum og einungis til þess að valda öðrum skaða.

DEILA