Enginn munur á facebook notkun eftir búsetu

MMR hefur birt niðurstöður könnunar um notkun á samfélagsmiðlum. Spurt var hvaða samfélagsmiðla svarandinn notaði reglulega.

Facebook er mest notað með 92%, 64% svarenda nota snapchat og 61% Youtube.  Minni notkun er á Spotify og Instagram eða um 50%.

Nánast enginn munur er á notkun Facebook, Snapchat og Instagram eftir búsetu. Hins vegar eru 7 -9% færri á landsbyggðinni sem nota tvo síðastnefndu samfélagsmiðlana.

DEILA